top of page

Tilraunin fór svona fram:

Við settum 100 ml af hreinu kranavatni í 5 glös bættum síðan við 5 gr af salti í eitt glasið, 10 gr í annað, 15 gr í það þriðja, 20 gr í fjórða og létum eitt vera bara með hreinu vatni. Síðan settum við öll glösin undir brennara og settum hitamæli ofan í. Vatnið var allt 27°C þegar við byrjuðum að hita það. Hreina vatnið sauð í kringum 99°C, mikilvægt er að vita að vatnið í krönum er ekki 100% hreint, það er með ýmsum steinefnum sem eru góð fyrir líkamann. Vatnið með 5 gr af salti sauð í kringum102°C, vatnið með 10 gr 103°C, vatnið með 15 gr af salti í kringum 104°C og vatnið með 20 gr af salti í kringum 105°C. Sem sagt, því meira salt sem er í vatninu því hærra er suðumarkið

 

 

 

Af hverju getum við ekki drukkið sjó ? 

Við getum drukkið sjó, eða saltvatn með miklu magni af salti, en við verðum veik á því. Til þess að gefa ykkur

skýra hugmynd á því hvers vegna ekki er hægt að drekka þessa vökva ætlum við að taka

sjóinn sem aðaldæmi. Í hverju kílói af sjó er yfirleitt um það bil 35gr af salti, eða 3,5%.

En í líkamanum er miklu minna hlutfall. Í hverju kílói af blóði eru sirka 9 gr af salti, það er um 0,9%

Ef líkaminn á að starfa rétt mega ekki vera miklar sveiflur í seltu líkamsvökvanna. Við fáum of mikið af salti ef við drekkum sjó og líkaminn verður að losa okkur við það með þvagi. Vatnið sem líkaminn notar til þess að hreinsa líkamann kemur úr frumunum í líkama okkar. Ef miklu vatni er tapað munu þær á endanum þorna upp og geta því ekki starfað eðlilega og ef ósaltað vatn kemst ekki í líkamann í tæka tíð leiðir ofþornunin til krampa, meðvitundarleysis, heilaskaða og á meðan þetta á sér stað flytur líkaminn saltið með blóðinu til nýrnanna sem ekki ráða við álagið og hætta starfa. Hægt er að segja að drykkja á sjó getur valdið dauða.

Áhrif salts á vatn

Saltvatn

Saltvatn og vatn er ekki sami hluturinn. Saltvatn er efnablanda og hefur því ekki sömu eiginleika og venjulegt vatn. Þessa staðreynd er mjög mikilvægt að vita.

 

Alveg eins og vatn frýs við 0°C þá sjóða 100 ml af venjulegu vatni við 100°C, en 100 ml af vatni með 10 gr af salti sjóða í kringum 103°C. Hér fyrir neðan eru niðurstöður af tilraun sem við gerðum. Með tilrauninni ætluðum við okkur að finna mun á efniseiginleikum vatns og saltvatns, með mismunandi miklu magni af salti.

bottom of page