top of page

Dýralíf í kringum           saltvötn

Það eru til margar tegundir af dýrum sem lifa í sjónum t.d. krókódílar, skjaldbökur, selir, fiskar og hákarlar. En, það eru aðeins til 65 fiskitegundir sem lifa í saltvatni og eru þær sumar ólíkar en aðrar mjög líkar. Það eru líka fiskar sem geta lifað í saltvatni og hreinu vatni.

Þau dýr sem lifa í saltvatni eða sjónum þurfa einhvern veginn að losa sig við allt saltið sem er í sjónum, en hvernig?

Menn og sum dýr geta ekki drukkið saltvatn því það er svo salt. En dýr sem lifa nálægt sjónum hafa þróast þannig að þegar þeir drekka saltvatn geta þeir pumpað öllu saltinu úr vatninu þannig lifa þau af.

En þau dýr sem lifa í sjónum þurfa að nota einhverja aðra aðferð til að lifa af. Það eru til nokkrar aðferðir sem er vitað um og ég ætla að útskýra þær hérna.

 

  • Flestir fiskar sem lifa í sjónum hafa tilhneigingu til að missa mikið vatn, háa saltmagnið úr sjónum lætur vatnið flæða endalaust út úr tálknunum á fiskinum. Svo fiskarnir þurfa að drekka mikið af sjó eða saltvatni til að halda í sér vökva. En sjórinn er næstum of saltur og þess vegna hafa fiskarnir sérstakar frumur sem losa saltið úr nýrunum.

 

  • Til að losa sig við að saltið sem er í sjónum sem þeir drekka, pissa þeir og má þá segja að þeir noti nýrun til þess að fjarlægja saltið.

 

Hvernig fara hákarlar að því að lifa í sjónum?

 

  • Hákarlar missa ekki vatn eins og fiskarnir gera, líkami þeirra vinnur öðruvísi en fiska. Það er allt að þakka efninu sem heitir Urea. Í raun er jafn mikið af Urea og efni sem eru í vatninu inní hákarlinum eins og það er salt í saltvatninu. Svo hákarlinn heldur sér í jafnvægi við sjóinn að utan og þess vegna flæðir ekki endalaust vatn út úr líkömum þeirra.

 

  • Í staðinn fyrir að drekka vatn gleypir hákarlinn sjávarvatn(salt) með tálknunum.

 

  • Meltingar kerfi hákarlsins losar sig við allt tilgangslausa saltið.

 

 

Hafið þekur allt að 71% af jörðinni og er talið að það lifi 145.000-180.000 dýrategundir í sjónum sem er aðeins 10-12% af heildarfjölda dýrategunda en í dag eru þekktar um það bil 1,5 milljónir dýrategundir.

 

Stærsti hluti sjávardýra tilheyrir fylkingu hryggleysingja, lindýra og krabbadýra. Þetta eru stærstu hóparnir í hafinu.

 

Hryggdýr eru töluvert minni en allir þessir hópar sem var verið að tala um. Þrátt fyrir það eru þau sennilega þau sjávardýr sem okkur þykja mest áberandi. Rúmlega 21.000 tegundir fiska eru þekktar en aðeins um 117 tegundir sjávarspendýra. 

bottom of page