top of page

Dauðahafið

 

Dauðahafið er saltasti sjór heims. Seltustigið er rúmlega 34,8 % eða 8,6 sinnum saltara en sjórinn. Dauðahafið er innhaf í syðsta hluta Asíu. Það heitir Dauðahafið vegna þess að það finnst ekkert lífí vatninu fyrir utan nokkrar smábakteríur. Ástæðan fyrir því að það er nánast ekkert líf í vatninu er að það er of salt fyrir líf til að komast af.

 

Dauðahafið liggur á landamærum Ísraels, Vesturbakkans og Jórdaníu. Ástæðan fyrir því að Dauðahafið er svona salt er vegna ójafnvægis á milli útstreymis og innstreymis uppleystra efna. Menn geta flotið í Dauðahafinu vegna þess að vatnið er með svo mikinn eðlismassa að hann er meiri en eðlismassi líkamans. Menn geta ekki synt né sokkið í vatninu heldur einfaldlega flotið.

Don Juan

 

Don Juan er samantekt af frosnum ám og einu vatni í miðjunni. Vatnið er 18 sinnum saltara en sjórinn. Það er á stað með einu erfiðustu náttúruaðstæðum heims eða Suðurskautslandi. Vatnið með seltustig yfir 40 prósent til samanburðar þá er Dauðahafið með seltustig um 34 prósent en sjórinn er með seltustigið að meðaltali 3.5 prósent. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur fundist líf í vatninu. Vísindamenn telja að þetta sé mjög gott dæmi um það að ef dýr geta lifað við svona erfiðar aðstæður þá gæti verið að líf væri á Mars t.d. í frosnum saltvötnum.

 

Þrátt fyrir það að vera á einum kaldasta stað í heiminum þá er það mjög sjaldgæft að vatnið frjósi. Ástæðan er sú að þegar salti er bætt við vatn þá lækkar frostmarkið í vatninu (sem þú getur lesið um á síðunni "Áhrif") og þar sem í Don Juan vatninu er svona mikið salt í sér þá frýs það aldrei nema þegar það verður -51,8°C

Höf

Sjórinn

 

Haf eða sjór er samfelld vatnslausn, eða H2O, sem þekur meirihluta yfirborðs jarðar eða 71%. Selta sjávar er um 3,5%, mestmegnis vegna borðsalts (natríumklóríðs). Talið er að allt líf hafi hafist í vatni en sumar lífverur byrjuðu síðar að færa sig upp á yfirborðið og af þeim er talið að líf á yfirborðinu sé komið. Sjór er samt ennþá heimkynni allflestra lífvera á jörðinni en þar má t.d. finna spendýr svo sem hvali og seli og aragrúa fiska og margt fleira. Um 60-70% súrefnis verður til fyrir tilstilli ljóstillífunar í plöntusvifi og þara sem finna má í hafinu.

 

Sjónum er venjulega skipt í fimm úthöf, þ.e. Atlantshaf, Kyrrahaf, Indlandshaf, Norður-Íshaf og Suður-Íshaf en þau skiptast síðan í minni flóa og höf. Manngerðir skipaskurðir, eins og Súesskurðurinn og Panamaskurðurinn, eru gerðir til að tengja saman hafsvæði.

 

bottom of page